Fara í efni  

Kolbrún Ýr ráðin til að vinna m.a. að tómstunda- og forvarnarmálum í sumar

Bæjarráð Akraness óskar Kolbrúnu Ýr Kristjánsdóttur til hamingju með glæsilegan árangur á innanhúsmeistaramótinu í sundi sem haldið var í Vestmannaeyjum um síðustu helgi.  Í tilefni þessa samþykkir bæjarráð að heimila tómstunda- og forvarnarnefnd að ráða Kolbrúnu til bæjarins í þrjá mánuði á komandi sumri sem flokksstjóra m.a. til að vinna að tómstunda- og  forvarnarmálum samhliða því sem henni verði gert kleift að stunda æfingar. Nefndinni var svo falið að útfæra tillöguna frekar í samvinnu við Kolbrúnu en erindið var tekið fyrir á  bæjarráðsfundi fimmtudaginn 27. mars s.l.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00