Fara í efni  

Kolbrún S. Kjarval sýnir leirmuni á Akranesi

Laugardaginn 12. maí 2012 opnar Kolbrún S. Kjarval myndlistarkona sína tíundu einkasýningu, í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. Sýning Kolbrúnar ber heitið Sköpunargleði og þar fær ævintýrið að vera til, að sögn listakonunnar, sem flutti til Akraness fyrir þremur árum.


Kolbrún hefur starfað við myndlist í rúmlega fjörutíu ár og  tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi sem og erlendis.  


Um sýninguna og leirinn segir hún: 


"List getur endurspeglað eða túlkað raunveruleikann jafnt sem óraunveruleikann og skapað nýjar víddir og sagt margar sögur." Kolbrún valdi leirinn sem sitt tjáningarform og í þessari sýningu leyfir hún leiknum að ráða för í sköpun sinni, enda finnst henni mikilvægt að varðveita ævintýrið í sjálfri sér og hjá öðrum. Sýningin er fyrir alla aldurshópa og sýnir marga tjáningarmöguleika leirsins, ólíkar leirtegundir og vinnuaðferðir. 


Sýningin stendur til 27. maí 2012 og er opin alla daga, nema mánudaga frá kl. 14:00 - 17:00.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00