Fara í efni  

Kleinumeistari Íslands er fundinn

Landsmót kleinusteikingarfólks fór fram í gær á Safnasvæðinu að Görðum á Akranesi. Harðsnúið lið úrvals kleinubakara víða af landinu tók þátt í mótinu og mátti finna kleinulykt um allan Skagann í veðurblíðunni.


Fimm manna dómnefnd skipuð sérstökum kleinuaðdáendum fékk það erfiða hlutverk að vega og meta gæði framleiðslunnar og var gefið fyrir bragð, útlit og stökkleika.  


Úrslit urðu þau að Kleinumeistari Íslands árið 2003 var Jakobína Jónasdóttir frá Hvanneyri. Í öðru sæti urðu kvenfélagskonur frá Hellissandi þær Ingibjörg Steinsdóttir og Erla Laxdal Gísladóttir og í því þriðja Guðný Aðalgeirsdóttir frá Akranesi.


Um 700 manns komu og fylgdust með keppninni og sporðrenndu gestir um 2000 kleinum með kaldri mjólk, að sjálfsögðu.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00