Fara í efni  

Kf. Nörd og kraftajötnar á Akranesi
Nördarnir - áður en þeir fengu sína glæsilegu keppnisbúninga
Rétt er að vekja athygli á næsta þætti um hina s.k. Nörda sem fer í loftið á sjónvarpsstöðinni Sýn fimmtudaginn 14. september n.k. kl. 21:15, en þá heimsækja þessir mis-hæfileikaríku og léttleikandi knattspyrnumenn Akranes, vöggu knattspyrnunnar á Íslandi. Hinir knáu liðsmenn Kf Nörd fóru m.a. í kappróður sem endaði uppi á Langasandi, fóru þaðan og snæddu hina rómuðu Íslandssúpu um borð í kútter Sigurfara á Safnasvæðinu og kepptu svo við Skagamenn í knattspyrnu.  


 

Hægt er að lofa skemmtilegum þætti enda skartaði Skaginn sínu fegursta þennan dag og þá hafa þættirnir um Nördana farið vel af stað og fengið almennt ágæta dóma enda hinir ljúfustu sveinar hér á ferð, með hinn landskunna og margreynda þjálfara Loga Ólafsson í fararbroddi.


 


Hálandaleikar í Skógrækt laugardaginn 16. september kl. 14:00


N.k. laugardag verða svo hinir árlegu Hálandaleikar haldnir á Akranesi en þar leiða saman hesta ? eða öllu heldur krafta sína ? allir helstu kraftajötnar landsins. Má þar nefna m.a. Pétur Guðmundsson, Sæmund Unnar Sæmundsson, Auðunn Jónsson o.fl. en þeir munu reyna með sér í greinum eins og staurakasti, lóðkasti, sleggjukasti og lóðkasti yfir rá. Kraftajötnarnir lofa frábærri fjölskylduskemmtun sem hefst í Skógræktinni kl. 14:00 n.k. laugardag, 16. september.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00