Fara í efni  

Kerfisstjóri óskast til starfa hjá Akraneskaupstað

Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar nýja stöðu kerfisstjóra á bæjarskrifstofunni á Akranesi. Í starfinu felst að vera tæknilegur leiðtogi og móta nýja tæknistefnu fyrir Akraneskaupstað. Gert er ráð fyrir svigrúmi að vaxa í starfi s.s. með endurmenntun, námskeiðum og ráðstefnuhaldi.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Dagleg umsjón, notendaþjónusta og rekstur tölvukerfa og vélbúnaðar
 • Umsjón með afritunar- og hýsingarmálum
 • Innleiðing og stýring nýrra kerfa og verkefna sem því tengjast
 • Umsjón með og stýring verkefna sem snúa að tæknilegum verktökum
 • Greining og fyrirbygging vandamála sem kunna að koma upp
 • Gera umbætur í rekstri tölvuumhverfisins með einfaldleika og öryggisstöðlum
 • Aðstoða og hafa yfirsýn með að koma á námskeiðum fyrir starfsfólk

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Háskólapróf í tölvunarfræði, kerfisfræði eða góð starfsreynsla æskileg
 • Góð reynsla af rekstri tölvukerfa og innleiðingu nýrra kerfa
 • Góð þekking og reynsla æskileg af Microsoft hugbúnaði s.s Active Directory, PowerShell, Exchange, Office 365, Azure, Lync og SCCM
 • Rík þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð samskipta- og leiðtogahæfni
 • Frumkvæði og metnaður að ná árangri í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 27. desember 2017. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, baejarstjori@akranes.is.

Hér er sótt um rafrænt í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar. Umsóknum fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem kemur fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins.  

Akraneskaupstaður er ört vakandi bæjarfélag með rúmlega sjö þúsund íbúa. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni. Einkunnarorð sveitarfélagsins eru jákvæði, metnaður og víðsýni.  


   
Fara efst
á síðu
 • Akraneskaupstaður 433 1000
 • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
 • Stillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449