Fara í efni  

Kardimommubærinn á Garðaseli !!

Óvæntir gestir birtust í leikskólanum Garðaseli á föstudaginn s.l. en þá læddust inn í skólann ræningjarnir í Kardimommubæ og á eftir þeim kom Bastían bæjarfógeti og Soffía frænka var ekki langt undan. Leikskólabörnin tóku vel á móti þeim og spjölluðu við gestina um lífið í Kardimommubæ. Einn strákurinn spurði ræningjana af hverju þeir hættu ekki bara að ræna og fengju peninga í banka  en þeim leist nú ekki vel á það. Kasper, Jasper og Jónatan tóku síðan lagið við góðar undirtektir.

 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00