Fara í efni  

Kammerkór Akraness á HólahátíðKammerkór Akraness
 Kammerkór Akraness hefur verið boðið að syngja á Hólahátíð sem haldin verður dagana 12.-14. ágúst n.k. Hólahátíð er haldin árlega um miðjan ágúst, eða sautjándu helgi sumars.  Þessi kirkjuhátíð sem á sér nú nær hálfrar aldar sögu dregur að fjölda kirkju- og listvina víða af landinu.  Lengst af var hún eins dags hátíð en á síðasta ári var tekin sú stefna að hefja hátíðina á föstudagskvöld með málþingi.


 

Í ár verður málþingið helgað náttúrusiðfræði og hefst 12. ágúst kl. 20.  Frummælendur verða valinkunnir guðfræðingar og heimspekingar. 


 


Á laugardag verða pílagrímagöngur að staðnum úr þremur áttum yfir forna fjallvegi auk þess sem gengið verður frá Hólum í Gvendarskál kl. 13, þar sem messa verður sungin við altari Guðmundar góða. Þann dag verða einnig tónleikar í dómkirkjunni kl. 17 auk hefðbundins helgihalds. 


Sunnudaginn 14. verður hátíðarmessa kl. 14, þar sem dómkirkjuprestur, vígslubiskup og biskup Íslands þjóna fyrir altari. Sr. Pétur Þórarinsson í Laufási prédikar og Kammerkór Akraness sér um messusöng undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.  Hátíðinni líkur með samkomu í dómkirkjunni kl. 16.30.  Hátíðarræðu flytur frú Vigdís Finnbogadóttir og Kammerkór Akraness syngur.


 


Kórinn mun einnig halda tónleika í Miklabæjarkirkju í Blönduhlíð,


laugardaginn 13. ágúst, kl. 21.  Á efnisskránni er mjög fjölbreytt og falleg tónlist sem inniheldur þjóðlög og alþýðulög  frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum.


(Fréttatilkynning frá Akraneskirkju) 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00