Fara í efni  

Jólamarkaður á Akratorgi um helgina

Jólamarkaður verður haldinn á Akratorgi næstu tvær helgar eða þann 11. og 12. desember og 18. og 19. desember.

Fjölbreyttur varningur verður til sölu á markaðnum, þá má nefna ýmis konar handverk, bækur og matvöru.

Vegna veðurs um komandi helgi þarf að færa jólamarkaðinn í skjól innan dyra og verður hann í gamla Landsbankahúsinu við torgið.

Við biðjum fólk á að huga vel að sóttvörnum, grímuskylda er á markaðnum og við minnum á að samkvæmt gildandi sóttvarnarreglum er 50 manna takmarkanir. Við biðjum fólk að hjálpa okkur að virða sóttvarnareglur einsog best verður á kosið.

Hvetjum alla til þess að gera sér ferð á torgið og upplifa jólaandann á Akranesi.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00