Fara í efni  

Jákvætt viðhorf foreldra til leikskólanna

Í júníbyrjun var gerð viðhorfskönnun á vegum fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs meðal foreldra leikskólabarna varðandi leikskólastarf á Akranesi.  Markmið könnunarinnar var að afla upplýsinga um viðhorf foreldra til nokkurra þátta starfseminnar og var um leið liður í að bæta leikskólastarfið.  Þátttaka í könnuninni var vel ásættanleg eða 76,4%.


 

 


Í niðurstöðum  kom m.a. fram að 97,7% foreldra telja barn sitt ánægt og að því líði vel í leikskólanum og að vel sé tekið á móti því þegar það kemur í leikskólann.  95,1% foreldra eru sáttir við uppeldisstefnu leikskólans og 97% foreldra eru ánægðir með þær upplýsingar sem þeir fá frá leikskólanum.  95,2% telja að barn þeirra sé kvatt á hlýlegan og jákvæðan hátt í lok dags.


 


Þá var m.a. spurt um það fyrirkomulag að loka öllum leikskólunum á Akranesi á sama tíma að sumarlagi í tvær vikur.  50,6% foreldra töldu það ekki skipta máli, 30,9% voru hlutlausir og 17,8% voru frekar ósammála eða mjög ósammála.


14,9% foreldra gátu hugsað sér að barn þeirra yrði fært á milli leikskóla vegna sumarlokana,  21,6% foreldra voru hlutlausir og 63,1% voru frekar ósammála eða mjög ósammála slíkum tilfærslum.


 


Fram kom einnig að 90,3% foreldra eru með nettengda tölvu heima, 84,4% með virkt netfang og skoða tölvupóst að jafnaði einu sinni í viku.  42,4% foreldra skoða heimasíðu leikskóla barnsins tvisvar til þrisvar í mánuði og 92,6% eru sammála um að upplýsingastreymi frá leikskólanum sé nægilegt.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00