Fara í efni  

Jákvæð kynning ber ávöxt

Nú er í gangi kynningarátak í prentmiðlum á samfélaginu Akranesi. Eins og menn muna var í lok október dreift 24 síðna sérblaði um Akranes (Skaginn skorar) með Morgunblaðinu. Stefnt er að útgáfu annars blaðs af Skaginn skorar 11. desember n.k. þar sem fréttir af atvinnu- og mannlífi verða ráðandi í bland við auglýsingar. Það er Athygli ehf sem annast þessa útgáfu f.h. atvinnumálanefndar Akraneskaupstaðar.


Skessuhorn gaf í dag út stækkaða útgáfu af sínu blaði (55 þúsund eintök og 32 síður) sem, auk hefðbundinnar dreifingar, fór með Morgunblaðinu inn á heimili i Reykjavík. Auk þess má nefna að 5. desember verður með Morgunblaðinu kálfur um sögu ÍA en það  er félagið sjálft sem stendur fyrir útgáfunni og fjármagnar hana með sölu auglýsinga.


Lifandi heimasíða bæjarins er e.t.v. að verða ein besta upplýsingaveitan sem við höfum yfir að ráða. Vefsvæðið akranes.is hefur fengið góða dóma ekki hvað síst fyrir að efni þess er aðgengilegt og við það bætist daglega.


Allt eru þetta hinar bestu kynningarleiðir fyrir samfélagið hér á Skaganum. Okkur ber að halda á lofti að gott sé að búa á Akranesi, hér fari íbúum fjölgandi og mannlífið sé með blóma, enda væri annað rangt!


Við sem störfum að markaðsmálum fyrir bæinn höfum orðið vör við að bæði einstaklingar og fyrirtæki eru í auknum mæli að spyrjast fyrir um ýmis mál, beinlínis með það í huga að flytja sig eða starfsemi fyrirtækja sinna á Akranes. Slíkt er ánægjulegt og ber vott um að samhent og jákvæð umfjöllun um Skagann sé að bera ávöxt.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00