Fara í efni  

Íþróttamenn frá Akranesi gera það gottKolbrún Ýr Kristjánsdóttir.
Ungir og efnilegir Skagamenn hafa verið áberandi í hinum ýmsu íþróttagreinum undanfarið og raðað sér í fremstu röð. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir synti nálægt sínu besta á Ólympíuleikunum í Aþenu á laugardag, kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir rakar saman titlum og körfuboltakappinn Böðvar Björnsson var valinn í U-16 ára landsliðið á dögunum og náði gríðarlega góðum árangri með liðinu á EM í Brighton á Englandi.

Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir keppti á Ólympíuleikunum í Aþenu á laugardag, fyrst íslensku keppendanna. Hún keppti í undanrásum í 100 m flugsundi kvenna, synti á einni mínútu og 2,33 sekúndum og hafnaði í 31. sæti yfir heildina. Íslenski sundhópurinn er með bloggsíðu á slóðinni http://www.blog.central.is/ol2004sund/index.php og þar sagðist Kolbrún vera sátt við árangurinn. ?Ég hef aldrei byrjað svona hratt og þetta er minn 2. besti tími í greininni. Eins og ég sagði, bara nokkuð sátt og get bara alveg verið það.?


Böðvar Björnsson sem æfir körfubolta með ÍA var í byrjun þessa mánaðar valinn í U-16 ára landsliðið og fór í framhaldinu með liðinu til Brighton á Englandi að keppa í B deild EM. Það er skemmst frá því að segja að strákarnir unnu 7 leiki af 9, sigruðu í riðlinum og tryggðu sér þar með sæti í A deild á næsta ári.


Síðast en ekki síst má nefna að Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni varð í lok síðasta mánaðar Íslandsmeistari í flokki 14-15 ára telpna þegar hún sigraði Heiðu Guðnadóttur úr GS í umspili. Valdís lék hringina þrjá á samtals 264 höggum.


Við óskum þessum framúrskarandi íþróttamönnum innilega til hamingju með glæsilegan árangur.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00