Fara í efni  

Íslandsmót í einstaklingskeppni í boccia haldið á Akranesi

Bocciamót á Akranesi 2002Íslandsmótið í einstaklingskeppni í Boccia fer fram 25.-26. október á Akranesi. Þetta er í fyrsta sinn sem haustmótið fer fram hér á Akranesi, en það er opinber stefna Íþróttafélags fatlaðra  að  aðildarfélög ÍF séu umsjónaraðilar þessa Íslandsmóts og að það verði haldið á sem flestum stöðum á landinu.

 

Að þessu sinni verður mótið haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu og í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum og hófst það kl. 10:00 í morgun.

 

 

 

 

 

Við hvetjum alla bæjarbúa til að kíkja á þetta Íslandsmót fatlaðra og sýna þeim stuðning.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00