Fara í efni  

Írskir dagar settir með stæl!

Fjölskylduhátíðin Írskir dagar hófst með látum í morgun þegar liðlega 400 leikskólabörn töldu niður með Árna Múla Jónassyni, bæjarstjóra á Akranesi og settu hátíðina og sungu svo með Ingó Veðurguð sem mætti á Safnasvæðið með gítarinn og tók lagið með börnunum. Börnin klæddust stuttermabolum í írsku fánalitunum og mynduðu írska fánann með glæsibrag, eins og sjá má á ljósmyndinni hér til hliðar. Raunar leit annar leynigestur við á svæðinu en það var sekkjapípuleikarinn Anthony sem lék nokkur lög fyrir börnin, íklæddur skotapilsi.


Björn Lúðvíksson tók meðfylgjandi stuttmyndir á svæðinu sem endurspegla vel þá skemmtilegu stemningu sem var á svæðinu í morgun.


http://www.youtube.com/watch?v=blPiUse_kBs


http://www.youtube.com/watch?v=4Ljie_yNWKo


Skagamenn tóku reyndar forskot á hátíðina í gær en þá voru haldin fróðleg erindi í Garðakaffi um keltnesk áhrif í íslenskri menningu og tungu að viðstöddu fjölmenni og þá var boðið upp á ekta írska þjóðlagatónlist. Í Stúkuhúsinu sungu Stúkurnar fyrir fullum sal og þá var fullt út úr dyrum á tónleikum Hjálma á Breiðinni.


Írskir dagar byrja því vel og þrátt fyrir smá rigningarskúr nú síðdegis er veðurútlitið gott og stemningin í bænum sömuleiðis fín!


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00