Fara í efni  

Írskir dagar byrja vel!Írskir dagar byrja vel!
Hafi einhver efast um að Írsku dagarnir myndu byrja vel þá verður þessi sami einstaklingur að viðurkenna ósigur sinn því Írskir dagar byrja frábærlega í ár. Skagamenn lögðu erkifjendur sína í KR (nokkuð auðveldlega) 2-0 á útivelli í sögulegum leik og í Vinaminni var frábær stemning á írsku menningarvökunni, opnunarhátíð Írskra daga 2005, en hátt í 100 gestir tóku duglega undir með South River Band sem hélt uppi írskri stemningu í Vinaminni í kvöld.

Burtséð frá veðri og vindum tóku Skagamenn nokkuð léttan snúning á túninu í vesturbæ Reykjavíkur; sáu m.a. ástæðu til að gleðja okkur með mörkum af eigin vallarhelmingi, og heima á Akranesi tóku Skagamenn duglega undir með hljómsveitinni South River Band sem hélt uppi frábæru stuði í Vinaminni. Frábær byrjun á Írskum dögum 2005! 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00