Írskir dagar byrja vel
Í gær, fimmtudaginn 11. júlí, hófust írskir dagar á Akranesi með skemmtun við Akraneshöfn í blíðskapar veðri. Sigurður Sverrisson formaður undirbúningshóps daganna flutti stutt ávarp og Gísli Gíslason bæjarstjóri setti hátíðina formlega. Þá lék Fiðlusveit TA, Skólahljómsveit Akraness og pólyfónkór frá Danmörku söng tvö lög. Upp úr klukkan 18:00 sigldi Akraborgin (sem nú heitir Sæbjörg) inn í höfnina réttum fjórum árum eftir að reglubundnum siglingum milli Akraness og Reykjavíkur var hætt og Hvalfjarðargöng opnuðu. Frá borði stigu þeir Þormóður og Ketill Bresasynir ásamt fylgdarliði og námu land að nýju á Akranesi. Loks tók íþróttahópur ungra Skagamanna léttar æfingar á svæðinu.
Klukkan 19:00 sigldi Akraborgin með yngri kynslóðina inn í Hvalfjörð og upp úr klukkan 20:00 með þá eldri. Var aðsókn í ferðirnar svo góð að ekki komust allir með sem vildu. Dagskrá írskra daga fór vel af stað og er vonast til góðrar þátttöku í dagskrárviðburði nú um helgina. Gestir á írska daga og Lottómót á vegum KÍA eru nú margir komnir til bæjarins og hafa risið tjaldborgir við Grundaskóla, Kalmansvík og á flötinni við Byggðasafnið.
Fréttasafn
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2006
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2005
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2002
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2001
- maí júní júlí september október nóvember desember