Fara í efni  

Inga Ósk Jónsdóttir ráðin starfsmanna- og gæðastjóri Akraneskaupstaðar

Bæjarstjóri hefur gengið frá ráðningu Ingu Óskar Jónsdóttur í starf starfsmanna- og gæðastjóra Akraneskaupstaðar og var hún valin úr hópi margra hæfra umsækjenda um starfið. Inga Ósk er viðskiptarfræðingur MBA og hefur verið rekstrarstjóri í iðnaðarráðuneytinu frá árinu 2006. Hún er fædd árið 1961 og býr á Akranesi ásamt tveimur dætrum sínum. Inga Ósk mun hafa umsjón með starfsmanna- og gæðamálum hjá Akraneskaupstað og vera einnig stjórnendum og starfsfólki í stofnunum kaupstaðarins til ráðgjafar og aðstoðar við úrlausn viðfangsefna á þeim sviðum. Inga Ósk mun hefja störf innan nokkurra vikna og vill Akraneskaupstaður bjóða hana velkomna í sinn góða starfsmannahóp og jafnframt þakka öðrum umsækjendum fyrir þann áhuga sem þeir sýndu með því að sækja um starfið.     


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00