Fara í efni  

Indversk menningarhátíð á AkranesiDagana 21. til 23. apríl 2010 verður haldin indversk menningarhátíð á Safnasvæðinu á Akranesi.


Í Stúkuhúsinu verður sett upp sýning sem opin verður frá miðvikudegi til föstudags frá kl 13 - 17 auk þess sem boðið verður upp á jóga kynningu og bíósýningar. Ástæða er til að hvetja fólk til að líta við á Safnasvæðinu og kynna sér Indverska menningu.


Miðvikudaginn 21. apríl verður kynning á jóga og hugleiðslu, en takmarkaður fjöldi er á kynninguna og skráning hjá Shyamali í síma 696-7427.


Sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl verður boðið upp á smökkun á indverskri matargerð, henna málningu og Sari mátun. Um kvöldið verður svo bíósýning í Garðakaffi  þar sem sýnd verður kvikmyndin Taal.


Föstudaginn 23. apríl mun sendiherrafrú Indlands heimsækja leikskólann Vallarsel en um kvöldið verður aftur bíósýning í Garðakaffi en að þessu sinni verður sýnd kvikmyndin Yadein.  


स्वागत   (Svāgat)!


Þetta þýðir verið velkomin á Hindi - tungumáli sem liðlega 500 milljónir íbúa Indlands og Pakistans tala dags daglega - en það er önnur saga!

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00