Fara í efni  

Í öðru sæti á tónlistarhátíð í Gautaborg

Skólahljómsveit Akraness hélt nýverið utan og spilaði á Íslendingahátíð í Kaupmannahöfn og stórri tónlistarhátíð í Gautaborg. Hljómsveitin tók þátt í keppni í sínum þyngdarflokki og stóð sig frábærlega og lenti í 2. sæti með 87 stig af 100 mögulegum.

 

Dómarar voru mjög hrifnir af hljómsveitinni og sögðu m.a.: "Öll spilamennska ykkar er mjög músíkölsk og er frábært að heyra þessar miklu styrkleikabreytingar, það hrífur áheyrandann. Hljómsveitin spilar af ákafa og nær góðum andstæðum og tilbreytingu í leik sínum, þetta er mjög góður kostur sem er orðinn frekar sjaldgæfur hjá svona hljómsveitum.

Greinilegt er að meðlimir sveitarinnar hlusta hvor á annan í samhengi og það skiptir miklu máli í tónlistarflutningi. Hljómsveitin spilar mjög rytmískt, hefur góða tækni, er með mjög þroskaðan stíl og greinilegt að unnið er rétt með hana."

 

Ferðin gekk í alla staði mjög vel. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Heiðrún Hámundardóttir
 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00