Fara í efni  

Í leikskóla er gaman!

Í morgun kom stór hópur leikskólabarna frá leikskólunum á Akranesi saman við Stjórnsýsluhúsið á Stillholti og söng þar tvö lög fyrir gesti og gangandi. Þessi skemmtilega heimsókn var í tilefni af því að í dag er Dagur leikskólans, en þennan dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara á Íslandi sín fyrstu samtök og því er þessi dagur sérstaklega tileinkaður leikskólum landsins.

 

Lögin sem börnin sungu í morgun voru Í leikskóla er gaman og Akranes - Akranes. Þá færðu þau Árna Múla Jónassyni, bæjarstjóra að gjöf veggspjald sem gefið var út í tilefni dagsins.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00