Fara í efni  

Í dag er Dagur leikskólans!

 

Dagur leikskólans er í dag

Dagurinn í dag, Öskudagur, 6. febrúar er dagur leikskólans. Það eru Félag leikskólakennara, menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli sem stuðla að því að gera degi leikskólans hátt undir höfði og var ákveðið að Dagur leikskólans yrði 6. febrúar ár hvert, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

 

 

 

 

 

 

Kynningarnefnd Félags leikskólakennara hefur unnið frá 2005. Hlutverk nefndarinnar er að auka jákvæða og áhugaverða umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara. Einn liður í þeirri ágætu fyrirætlun er að tileinka leikskólanum einn dag ársins. Markmiðið með því skal vera að gera þegna þjóðfélagsins betur meðvitaða um þýðingu leikskóla fyrir börn og skapa jákvæða ímynd leikskólakennslu. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir þjóðarauð og alla menningu.

 

 

 

Þar sem um sameiginlegan hag ofantalinna aðila og ekki hvað síst leikskólanna í landinu er að ræða, er þess vænst að 6. febrúar verði merkisdagur í leikskólum landsins og hampað sem slíkum. Aðstandendur verkefnisins vona að með liðsinni allra megi skapa jákvæða umfjöllun um leikskólastigið, sem alltaf er þörf á.

 

 

 

Hér til hliðar er að finna hlekk inn á sérstakan kynningarbækling sem gefinn er út í tilefni af Degi leikskólans, en bæklingnum verður einnig dreift til allra leikskólabarna á landinu.  


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00