Fara í efni  

Hvatningarverðlaun veitt í fyrsta sinnGísli S. Einarsson, bæjarstjóri með verðlaunahöfum
Sérstök hvatningarverðlaun Akraneskaupstaðar til nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands voru veitt í fyrsta sinn nú nýverið, en Bæjarstjórn Akraness ákvað á sínum tíma að veita slík verðlaun til nemenda í fjölbrautaskólanum og einnig til nemenda í grunnskólum bæjarins. Verðlaunin, sem veitt verða árlega tveim til fleiri nemendum, eru veitt þeim sem sýnt hafa frumkvæði eða unnið afrek sem kemur skólanum til góða og eykur hróður hans.

 


Það eru stjórnendur skólans sem sjá um að velja verðlaunahafa sem voru þrír að þessu sinni: Elín Carstensdóttir og Guðmundur Freyr Hallgrímsson, sem voru bæði í liði skólans sem vann sigur í sínum flokki í forritunarkeppni framhaldsskólanna á síðustu vorönn og Sylvía Hera Skúladóttir en hún hefur verið í forystu forvarnarhóps nemenda og unnið þar mjög gott starf. Hvert þeirra fékk 35 þúsund krónur í verðlaun.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00