Fara í efni  

Hvalfjarðarknattrak í roki og rigningu

Hið árlega Hvalfjarðarknattrak hjá körfuknattleiksfélagi ÍA fór fram á laugardaginn s.l. í miklu roki og rigningu.  Krakkarnir létu engan bilbug á sér finna og helltu sér í þetta verkefni óháð veðri.  Þetta er aðal fjáröflun félagsins og því mikið í húfi að krökkunum takist vel til.


Knattrakið gekk mjög vel og vill körfuknattleiksfélagið þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu framtakið en þess má geta að áheitasöfnunin hefur aldrei gengið eins vel og í ár.

 Í lok knattraksins spiluðu 11. flokkur og drengjaflokkur við "öldungana" í

Öldungarnir í körfunni!
körfunni.  Þetta var skemmtilegur endir á góðum degi og alveg ljóst að þeir gömlu hafa engu gleymt!


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00