Fara í efni  

Hugsanleg makaskipti á húsum?

Á fundi bæjarráðs þann 27. mars sl. var samþykkt að skoða með opnum huga þann möguleika að kanna hagkvæmni þess að hafa makaskipti á húsnæði bókasafnsins við Heiðarbraut  við eigendur húss Landsbankans við Suðurgötu. Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundinum:


"Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna hjá eigendum Suðurgötu 57, Landsbankahúsinu, hvort áhugavert sé að gera viljayfirlýsingu þar sem aðilar lýsa sig reiðubúna að skoða hvort samkomulag geti orðið um makaskipti á Suðurgötu 57 og Heiðarbraut 40 ef af flutningi Landsbanka Íslands verður í nýtt húsnæði norðan Stillholts.  Ef samkomulag næst verði stefnt að því að flytja starfsemi Bókasafnsins og Héraðsskjalasafnsins í nýja menningarmiðstöð við Akratorg. "


Nái tillaga þessi fram að ganga hafa gárungar bæjarins þegar fundið nýtt nafn á safnið; þ.e. Landsbókasafnið.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00