Fara í efni  

Hreinsun og fegrun bæjarins í tilefni af Degi umhverfis

Dagur umhverfis er 25. apríl ár hvert en þar sem hann bar upp á frídag þetta árið varð föstudagurinn 26. apríl fyrir valinu til hreinsunarátaks. Nemendur 6. bekkjar í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla tíndu rusl á Langasandi en þátttaka þeirra var liður í fræðsluverkefnum Bláfánans sem Akraneskaupstaður sótti um viðurkenningu fyrir í febrúar á þessu ári.

Starfsfólk bæjarskrifstofu og Landmælinga  með Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra í fararbroddi fóru í tæpra 2 klst. hreinsunarferð meðfram Stillholti og Kirkjubraut og niður á Akratorg. Starfsfólk Fjöliðjunnar við Dalbraut tók einnig þátt í hreinsuninni. Samanlagt úr þessari hreinsun safnaðist 200 kg af rusli. 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00