Fara í efni  

Höfðinglegar gjafir til leikskólanna

Fulltrúar Kiwanisklúbbsins Þyrils komu færandi hendi í dag í leikskólana á Akranesi. Klúbburinn hefur sett börnin í öndvegi þegar að fjáröflunum kemur og í dag fengu rúmlega 300 leikskólabörn að njóta gjafmildi þeirra Kiwanismanna. Hver leikskóli fékk afhent 6 vegleg þríhjól og 3 vagna, sem festir eru aftan í hjólin. Hvert hjól er fyrir tvö börn þannig að allt að þrjú börn leika sér saman og efla þannig samvinnu sín á milli.

Mikil eftirvænting var í barnahópunum  meðan afhendingin fór fram og sum gátu ekki stillt sig um að prófa fyrirfram. Langar biðraðir mynduðust í öllum skólunum til að fá að reyna hin nýju ökutæki. Um leið og afhendingu lauk voru þannig öll hjólin komin á fulla ferð og verða það vafalaust áfram næstu daga.


 


Myndirnar eru teknar á leikskólunum Garðaseli og Teigaseli þegar nýju hjólin voru afhent.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00