Fara í efni  

Hlutastarf á Bókasafni Akraness

Bókasafn Akraness auglýsir laust til umsóknar hlutastarf við almenna afgreiðslu. Umsækjandi skal vera 17 ára eða eldri. Leitað er að starfsmanni með áhuga á bókalestri, góða tölvukunnáttu, góða samskiptahæfni og ríka þjónustulund. Góð íslenskukunnátta er áskilin en einnig er gott að hafa vald á ensku eða öðrum tungumálum.

Starfið getur hentað fjölbrautaskólanema sem hefur áhuga á safnastarfi. Ráðningartími er til aprílloka, en möguleiki er á vinnu við afleysingar í sumar.

Vinnutími er á föstudögum kl. 16-18 og á laugardögum kl. 11-14. Einnig getur verið í boði tilfallandi afleysing vegna veikindaforfalla.

Hér er sótt um rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar n.k. Nánari upplýsingar gefur Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður í síma 433 1200 eða á netfanginu halldora.jonsdottir@akranessofn.is

 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin alla virka daga
    kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30