Fara í efni  

Hjólað í vinnuna 17. - 28. maí 2004

Fyrirtæki á Akranesi eru eindregið hvött til að taka þátt í hreyfingarátaki ÍSÍ sem kallast HJÓLAÐU Í VINNUNA.   Starfshópar og vinnustaðir skrái þátttöku sína á heimasíðu ÍSÍ http://www.isisport.is/  Síðasti skráningardagur er í dag, föstud. 14. maí.


Fyrirtæki keppa við fyrirtæki af sömu stærðargráðu.  Skrá þarf hópinn annars vegar og síðan hópmeðlimi hins vegar.  Starfsfólkið ákveður að ferðast með eigin vélarafli í vinnuna í 12 daga, 17. - 28. maí 2004.  Koma má gangandi, á hjóli, á hjólaskautum eða á jafnvel höndunum!  Ef komið er á bíl eru kílómetrarnir ekki skráðir.  Hvetjum starfsfólk okkar til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki og stuðlum að betri heilsu og vellíðan þeirra.  Sjá nánari upplýsingar hér.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00