Fara í efni  

Hjálpfús heimsækir leikskólann

Gísli Laxdal tekur við námsefninu
Rauði kross Íslands hefur gefið út og færði leikskólanum Vallarseli námsefnið ?Hjálpfús heimsækir leikskólann?.  Hjálpfús er fingrabrúða sem segir börnunum sögur með aðstoð starfsfólks.  Markmiðið er að börnin læri hversu mikilvægt það er að rétta fólki hjálparhönd þegar eitthvað bjátar á.  Námsefnið fellur undir aðalnámskrá leikskólans um: Lífsleikni til aukins tilfinninga-, félags- og vitsmunaþroska, samkenndar og samstöðu.  Rauði krossinn á bestu þakkir skyldar fyrir þetta frábæra framtak.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00