Fara í efni  

Heimsókn slökkviliðsmanna frá Þýskalandi

 Fimmtudaginn 22. júlí kom 27 manna hópur slökkviliðsmanna og maka þeirra í heimsókn á slökkvistöðina á Akranesi.  Með þeim í för voru slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.  Hópurinn skoðaði slökkvistöðina og tækjabúnað Slökkviliðs Akraness, en bæjarstjóri, slökkviliðsstjóri og félagar í slökkviliði Akraness tóku á móti hópnum.  Heimsókn þjóðverjanna byggir á löngum samskiptum þeirra við slökkviliðsmenn í Reykjavík, en auk Akraness heimsótti hópurinn Húsavík, Akureyri og Sauðárkrók. 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00