Fara í efni  

Heimsókn forseta Íslands

 Í tilefni af því að Grundaskóli fékk Íslensku menntaverðlaunin árið 2005 koma forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, í heimsókn í Grundaskóla þriðjudaginn 31. janúar. Forsetahjónin koma ásamt fulltrúum úthlutunarnefndar Íslensku menntaverðlaunanna og fulltrúum Sparisjóðanna, sem eru aðal stuðningsaðilar verðlaunanna.  Dagskrá heimsóknarinnar verður í aðalatriðum þannig að stutt móttaka verður kl. 9.00 í anddyri skólans en síðan skoða gestirnir skólann, kíkja inn í skólastofur, taka þátt í samsöng og heilsa upp á nemendur og starfsfólk.  Dagskrá verður á sal skólans fyrir hádegi, með söng, upplestri, ávörpum og spjalli.  Heimsókninni lýkur í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum þar sem litið verður inn í kennslutíma í íþróttum en forsetahjónin eru síðan boðin í hádegisverðarboð bæjarstjórnar Akraness.
Við bjóðum forsetahjónin og aðra gesti hjartanlega velkomin á Akranes. 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00