Fara í efni  

Heimsókn bæjarstjóra til Tallinn

 
Gísli Gíslason bæjarstjóri og Tatjana Muravjova, varaborgarstjóri í Tallinn

Í tengslum við ferð ÍA til Tallinn í síðustu viku átti bæjarstjórinn á Akranesi fund með varaborgarstjóranum í Tallinn, Tatjönu Muravjovu.  Tatjana tók á móti bæjarstjóranum í ráðhúsi Tallinn, sem er um 600 ára gamalt.  Ræddu þau um ýmis málefni sem tengjast rekstri sveitarfélaga, en síðan var ráðhúsið skoðað og sagt frá ýmsu í tengslum við sögu Tallinns og Eistlands. 

Þess má geta að á Akranesi er í gangi verkefni sem tengist heimsókn fyrrverandi forseta Eistlands, Lennarts Meri, til Akraness fyrir nokkrum árum.  Eistlandsforseti sendi Akraneskaupstað fræ eistneskra trjáa, sem nú eru í ræktun og verður vonandi hægt að gróðursetja trén á næsta ári, en hugmyndin er að koma upp eistneskum trjálundi á Akranesi.  Það voru nemendur 1. bekkjar grunnskólanna sem gróðursettu fræin á sínum tíma og ættu trén við útskrift nemendanna úr 10. bekk að hafa náð góðum vexti ekki síður en nemendurnir. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00