Fara í efni  

HÁTÍÐARSTUND Á AKRATORGI


Laugardaginn 1. desember kl. 16:30 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Akratorgi. Jólatréð er gjöf  Tönder, vinabæjar Akraness í Danmörku.


Fulltrúi frá Norræna félaginu á Akranesi afhendir tréð og veitir Gísli Gíslason, bæjarstjóri, því viðtöku fyrir hönd Akraneskaupstaðar.


Í tilefni þess að Akranesveita sameinast Orkuveitu Reykjavíkur formlega þennan dag, flytur fulltrúi frá OR ávarp til bæjarbúa og kveikir ljósin á jólaskreytingum bæjarins.


 


Tónlist - Flugeldasýning
Jólasveinarnir koma í heimsókn.
Félagar í Skátafélagi Akraness selja heitt kakó og smákökur.


 


Skagamenn nær og fjær; fjölmennum á Akratorg á laugardag og eigum saman hátíðlega stund þegar jólaljósin á Skaganum verða tendruð.

Á vegum verslunar- og þjónustuaðila á Akranesi eru fleiri atburðir á dagskrá um helgina og allt gert til að mynda alvöru jólastemningu:


 


Föstudaginn 30. nóvember verður FJÖLSKYLDUBINGÓ í Bíóhöllinni klukkan 20. Veglegir vinningar í boði.


Laugardaginn 1. desember verður JÓLALANDIÐ opið í Roxyhúsinu við Akratorg kl. 13-17. Þar býðst börnum að láta taka af sér fallega mynd með jólasveininum. Myndatakan kostar 250 krónur og greiðist á staðnum. Allir þeir sem kaupa myndatöku geta sótt myndina sína í stærðinni 13x18 sm í Pennanum-Bókabúð Andrésar frá og með miðvikudeginum 5. desember.


 


Sunnudaginn 2. desember kl. 13-15 verða jólasveinar aftur á ferðinni í JÓLALANDI og bjóða unga fólkinu í stutta ökuferð.


 


Flestar verslanir og þjónustufyrirtæki verða með opið til kl. 18 laugardaginn 1. desember og frá 13-17 sunnudaginn 2. desember.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00