Fara í efni  

Handbók um umferðarfræðslu grunnskólabarna

Á dögunum veitti Kristján L. Möller samgönguráðherra viðtöku fyrsta eintaki handbókar um umferðarfræðslu. Handbókinni er ætlað að auðvelda kennurum og skólum að byggja upp og efla umferðarfræðslu. Umferðarstofa gefur handbókina út en gerð hennar var í höndum starfsmanna Umferðarstofu og Grundaskóla á Akranesi.


Gerð bókarinnar og útgáfa er hluti af umferðaröryggisáætlun stjórnvalda en á grundvelli hennar hefur á undanförnum árum verið unnið ötullega að eflingu umferðarfræðslu í skólum landsins. Lögð hefur verið áhersla á að undirbúa ökumenn framtíðarinnar sem best undir hlutverk þeirra í umferðinni. Grundaskóli á Akranesi hefur sinnt því starfi vel á undanförnum árum en hann er móðurskóli umferðarfræðslu í grunnskólum landsins.


Hægt er að skoða handbókina á pdf formi og prenta hana út af heimasíðu Umferðarstofu www.us.is. Einnig er hægt að panta hana útprentaða á heimasíðunni.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00