Fara í efni  

Hallalaus á nýjan leik

Meintur halli á reykháfi Sementsverksmiðjunnar, skv. frétt Akranesvefjarins í gær, á sér sína skýringu. Skýringin er sú að í gær var 1. apríl og af þeim sökum var fréttin uppspuni frá rótum.


Nokkuð var um að bæði íbúar sem utanbæjarfólk létu gabbast. Talsverð umferð var t.d. á bílastæði við Jaðarsbraut, þangað sem fólki var bent á að halli reykháfsins sæist hvað best. Aðrir fréttamiðlar trúðu fréttinni einnig og til að mynda var fréttin áberandi á visi.is í gær.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00