Fara í efni  

Hálft hundrað göngumanna

Síðastliðinn laugardag bauð skipulags- og umhverfisnefnd Akraness til gönguferðar í tilefni af Degi umhverfisins. Rúmlega 50 göngumenn, ungir sem aldnir, mættu á tjaldstæðið við Kalmansvík í björtu og þægilegu gönguveðri. Þaðan var haldið undir öruggri leiðsögn þeirra Björns Inga Finsen og Hannesar Þorsteinssonar sem fræddu þátttakendur um náttúrfar og menningarminjar á leiðinni. Gengin var gamla þjóðleiðin að Höfðavík yfir í Miðvog og að Innsta-Vogi. Búið er að leggja göngustíg þessa leið og er ætlunin að merkja hana og koma fyrir áningarstöðum.  Frá Innsta-Vogi var gengið til baka á tjaldstæðið, þar sem þeir er þreyttir göngu luku, fengu kakó og samlokur. Gönguleið þessi er skemmtileg og vel til þess fallin að auka enn á útivist Akurnesinga.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00