Fara í efni  

Hækkun greiðslna til foreldra barna hjá dagmæðrum á Akranesi

Hækkun greiðslna til foreldra barna hjá dagmæðrum á Akranesi tekur gildir frá og með 1. maí. 

 

Samþykkt bæjarstjórnar frá 13. apríl 2010 er svohljóðandi: 

 

Það tilkynnist hér með að bæjarstjórn Akraness samþykkir að greiðslur vegna barna sem eru hjá dagforeldrum hækki til fyrra horfs eins og þær voru fyrir ágúst 2009 frá og með 1. maí n.k. Fjármögnun verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og hefðbundinnar meðferðar. 

 

Greiðslur fyrir ágúst 2009 voru kr. 31.500 fyrir sambúðarfólk og 38.500 fyrir einstæða foreldra. Frá 1. ágúst 2009 hafa umönnunargreiðslur numið kr. 21.000 og sama greiðsla til sambúðarfólks og einstæða foreldra. 

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00