Fara í efni  

Gunnar Sigurðsson starfandi bæjarstjóri

Næstu tvær vikurnar eða frá og með miðvikudeginum 22. ágúst, verður Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, í sumarleyfi erlendis og mun staðgengill hans, Gunnar Sigurðsson,forseti bæjarstjórnar, gegna störfum hans á meðan, skv. 60. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.  Gunnar verður með aðsetur á skrifstofu bæjarstjóra á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18, 3. hæð.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00