Fara í efni  

Grunnskólarnir hefjast fimmtud. 24. ágúst n.k.

Senn líður að skólabyrjun og verður skólasetning í grunnskólunum  fimmtudaginn 24. ágúst n.k.  Nemendur sem sækja grunnskólana á Akranesi skulu eiga lögheimili á Akranesi. Opið hús er í skóladagvist frá kl. 09:30 og geta foreldrar gengið frá vistunartíma og fengið nauðsynlegar upplýsingar á staðnum.  Nemendur mæti í skólana sem hér segir:


 


 Brekkubæjarskóli:


 

1. - 2. bekkur kl. 09:00
3. - 4. bekkur kl. 09:30
5. - 7. bekkur kl. 10:00
8. - 10. bekkur kl. 10:30


 


Grundaskóli:


 

1. - 4. bekkur kl. 09:00
5. og 6. bekkur kl. 09:30
7. og 8. bekkur kl. 10:00
9. og 10. bekkur kl. 11:00


 


Foreldrar grunnskólabarna athugið að hafa samband við skrifstofur grunnskólanna ef skólaskipti eru fyrirhuguð. Símanúmer í Brekkubæjarskóla er 433 1300 og í Grundaskóla 433 1400.


 


Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðum skólanna. Veffang Brekkubæjarskóla er www.brak.is og veffang Grundaskóla er www.grundaskoli.is.


 


Fræðslu-, tómstunda- og íþróttasvið


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00