Fara í efni  

Grandi hf. festi kaup á Haraldi Böðvarssyni hf.


Bæjarráð og fulltrúar HB og Granda
Eins og kunnugt er hefur Grandi hf. fest kaup á Haraldi Böðvarssyni hf.  Í tilkynningu fyrirtækisins til Verðbréfaþings Íslands segir m.a.:
"Eftir kaupin er ætlunin að halda Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi sem sjálfstæðu félagi, þar til annað verður ákveðið. Aðilar munu leggja sig fram um að hagræða í rekstri og gera fyrirtækið að öflugri rekstrareiningu. Í þeirri hagræðingu verður svo sem framast er unnt gætt stöðu HB sem vinnuveitanda á Akranesi og áfram stuðlað að viðhaldi og þróun sjávarútvegs og vinnslu þar. Það er von forráðamanna Granda og HB að þessi niðurstaða verði farsæl fyrir starfsfólk þess, hluthafa, viðskiptamanna, lánadrottna og aðra sem fyrirtækjunum tengjast." 

Bæjarráð Akraness hitti í dag fulltrúa Haraldar Böðvarssonar hf. og Granda hf. á fundi og var þar m.a. rætt um stöðu mála.  Af hálfu bæjaryfirvalda eru kaup Granda hf. á Haraldi Böðvarssyni hf.í  sátt við bæjaryfirvöld ekki síst með tilliti til þeirrar yfirlýsingar sem fyrirtækið sendi Verðbréfaþingi Íslands. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00