Fara í efni  

Grænfáninn til BrekkubæjarskólaNemendur með Grænfánann
Brekkubæjarskóli fékk hinn s.k. Grænfána afhentan við hátíðlega athöfn á fyrstu morgunstund vetrarins þriðjudaginn 2. okt. sl. Fimmtudaginn 27. september var þemadagur í skólanum þar sem allir nemendur skólans unnu verkefni í tengslum við endurvinnslu. Má þar nefna brúðugerð úr stökum sokkum, hljóðfæri úr margs konar efniviði og pappírs- og kertagerð. Nemendur unglingadeildar gerðu m.a. athugun á umhverfisvænum vörum, mengun, grænum svæðum í bænum og bjuggu til skólaskrímsli úr notuðum fötum.

 


 Grænfáninn blaktir við Brekkubæjarskóla
Afrakstur þessarar vinnu var megin uppistaða dagskrár morgunstundarinnar.  Hápunktur dagskrárinnar var svo afhending Grænfánans. Morgunstundinni lauk með því að allir fóru út að nýju ,,hringtorgi? á skólalóðinni og Grænfáninn var dreginn þar að hún. Á eftir var öllum boðið upp á hressingu; kleinur og djús.

 


 


 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00