Fara í efni  

Gott að fá að tjá sig - við höfum áhrif

Nemendafélag Grundaskóla (NFG) stóð fyrir fyrsta formlega málþingi nemendafélagsins fimmtudaginn 16. mars s.l.  Á málþinginu komu saman kjörnir fulltrúar nemenda í 8. ? 10. bekk og ræddu málin. Alls voru 20 fulltrúar á þinginu. Á síðustu vikum hafa bekkjarfulltrúarnir staðið fyrir umræðum um skólastarfið í sínum bekkjum og voru niðurstöður þessara umræðna færðar inn á málþingið.

 


Málþingið hófst með setningarræðu Ragnars Gunnarssonar formanns NFG. Eftir það stigu fulltrúar allra bekkja í pontu og gerðu grein fyrir sjónarmiðum sinna samnemenda. Þá var hópnum skipt upp í vinnuhópa og unnið með þær tillögur sem komið höfðu fram. Fjörugar umræður urðu um fjölmörg mál s.s. varðandi áherslur í skólastarfinu, skipulag sundkennslu, skipulag stundaskrár, fyrirkomulag kosninga til nemendaráðs, efndir kosningaloforða hjá kjörnum nemendaráðsfulltrúum, fjármál, bætt þjónusta í brauðsölu og mötuneyti o.s.frv. Skólastjórn Grundaskóla sat fyrir svörum á þinginu og rökræddi við þingfulltrúa fyrirkomulag ýmissa mála í skólanum. Í lok þingstarfa var stjórn nemendráðs falið að ganga frá þingskjölum og kynna nemendum og starfsfólki skólans niðurstöðurnar.


Hugmyndin er að málþing sem þetta verði árlegur viðburður í skólalífinu. Að nemendur geti með formlegum hætti rætt sín hagsmunamál og haft áhrif á skólastarfið. Málþingið er hlekkur í áherslum Grundaskóla um aukið nemendalýðræði.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00