Fara í efni  

Göngum til heilbrigðis - fuglaskoðunarferð Kalmansvík / Innstavogsnes

Það var yndislegt veður á föstudaginn síðastliðinn þegar 30 göngugarpar á aldrinum   5 ? 80 ára  gengu af stað meðfram strandlengjunni í fuglaskoðunarferð. Gengið var frá Kalmansvík út á Innstavogsnes og til baka aftur og tók ferðin alls hátt í 3 klukkutíma.  Þetta var fyrsta ferðin af alls 7 gönguferðum sem gengnar verða í sumar sem hluti af verkefninu "Göngum til heilbrigðis". Göngum til heilbrigðis er samvinnuverkefni tómstunda- og forvarnarnefndar  og skipulags- og umhverfisnefndar Akraneskaupstaðar.  Meginmarkmið þessarar ferðar var að skoða það stórkostlega fuglalíf sem þrífst meðfram ströndinni hérna á Akranesi.  Alls sáust 22 tegundir af fuglum, öllum til mikillar skemmtunar.

Næsta ferð verður gengin  laugardaginn 26.júlí.  Lagt verður af stað frá Dvalarheimilinu Höfða, kl. 10:30 og er von manna að sem flestir sjái sér fært að koma með í þessa 1,5 klst. löngu gönguferð.  Leiðsögumaður verður að öðru sinni Björn Ingi Finsen og mun hann fræða göngufólk um sögur og listaverk sem á vegi verða á leiðinni. 
Gengið verður Höfði ? Miðbær - Akratorg. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00