Fara í efni  

Göngum til góðs á laugardaginn!

Starfsmenn fjölda fyrirtækja víða um land ætla að taka þátt í söfnun Rauða krossins "Göngum til góðs" á laugardag, 2. október, auk íþróttafélaga, saumaklúbba og margra annarra hópa og einstaklinga. Enn vantar fólk til göngunnar og eru allir  Skagamenn eindregið hvattir til að taka þátt í göngunni og styrkja um leið þetta góða málefni.  Hægt er að skrá sig með því að smella hér.  ATH. muna að velja Akranesdeild

Sem dæmi um mikinn áhuga á verkefninu ætlar um þriðji tugur starfsmanna Radisson SAS hótelsins í Reykjavík að ganga í vesturbænum, álíka margir starfsmenn ISS ganga í Fossvogi, starfsmenn fyrirtækisins Margt smátt ganga í Grafarholti, starfsmenn Íslandsbanka ganga í Foldahverfinu í Grafarvogi, Landsvirkjunarmenn ganga í Álftamýrinni og starfsmenn Símans taka Árbæinn.   Nú er komið að okkur Skagamönnum að láta gott af okkur leiða og ganga í hús á Akranesi.   


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00