Fara í efni  

Gönguferð - Leggjabrjótsleið

 Laugardaginn 14. ágúst verður áfram "gengið til heilbrigðis" og að þessu sinni á að ganga Leggjabrjótsleið frá Þingvöllum yfir í Botnsdal.  Lagt verður af stað frá Bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, kl. 9:00  Leiðsögumaður verður Arnheiður Hjörleifsdóttir.  Ferðin telur ca. 7-8 klst.  Göngufólk er bent á að koma í góðum skóm, klæða sig eftir veðri og hafa með sér nesti fyrir daginn.  Rútugjald er 1.200 kr. og er það innheimt á staðnum. 


Skráning er í síma 433-1000 fyrir kl. 15:30 á föstudag


ATH Takmarkað sætaframboð í rútuna

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00