Fara í efni  

Gönguferð á Hátíð hafsins

 Í tilefni af Hátíð hafsins verður boðið upp á fróðlega og skemmtilega gönguferð á morgun, laugardaginn 2. júní og hefst gangan kl. 11:00 við fallbyssuna hjá skrifstofu Faxaflóahafna. Gengið verður undir öruggri leiðsögn Magnúsar Oddssonar, leiðsögumanns og fyrrverandi bæjarstjóra á Akranesi. Gengið verður um hafnarsvæðið, Vesturgötu og víðar og mun Magnús segja frá því sem fyrir augu ber eins og honum einum er lagið. Gert er ráð fyrir að gangan taki um eina klukkustund, en henni líkur á Akratorgi.

 


Um það leyti sem göngu líkur opnar markaður á hafnarsvæðinu og í framhaldi af því verður fjölbreytt dagskrá í boði við höfnina allan daginn þar sem félagar í Björgunarfélagi Akraness munu taka virkan þátt, en auk þeirra verður m.a. slegið upp bryggjuballi og boðið upp á hoppkastala og annað skemmtilegt fyrir börn á öllum aldri.


Ekki missa af þessum skemmtilegu viðburðum - taktu þátt í að endurvekja hina einu sönnu Sjómannadags-stemningu á Skaganum!


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00