Fara í efni  

Góðri bæjarhátíð lokið

Írskum dögum á Akranesi lauk formlega í gær, en þeir hófust á fimmtudagskvöld. Aldrei hefur verið meiri þátttaka á hinum fjölmörgu dagskráratriðum og nú. Talið er að um 13 þúsund manns hafi verið í bænum um helgina og eru þá með taldir um 2000 þátttakendur og gestur á Lottó-Búnaðarbankamóti í knattspyrnu sem fram fór á sama tíma.


Mesta fjölmennið á hátíðinni var á skemmtun sem haldin var á hafnarsvæðinu á laugardag. Þar voru um 40 söluaðilar sem sköpuðu skemmtilega markaðsstemningu, Bylgjulestin var á svæðinu og fjöldi leiktækja fyrir yngri kynslóðina. Heimsókn víkingaskipsins Íslendings átti að vera einn af hápunktum dagskrárinnar, en skipið komst ekki sökum sjógangs í Grindavíkurhöfn. Um 1500 manns voru á kvöldvöku í íþróttahúsinu við Vesturgötu um kvöldið. Að sögn nefndar um írska daga má í stuttu máli segja að írskir dagar hafi tekist með ágætum í ár.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00