Fara í efni  

Góðir gestir heimsækja Skagann!

Þessa dagana er gestkvæmt á Akranesi ef svo mætti að orði komast. Í dag kemur hið rómaða knattspyrnulið "KF Nörd" í heimsókn á Skagann til æfinga og keppni, enda er Akranes vagga knattspyrnu á Íslandi og því ekki annað hægt en að kynna okkar ágætu knattspyrnuhefð og -menningu fyrir þessum efnilegu knattspyrnumönnum. "Nördarnir" ætla að hita upp með kappróðri og einnig munu þeir gæða sér á hinni einu og sönnu´"Íslandssúpu" sem borin verður fram um borð í þjóðarskútunni sjálfri, Kútter Sigurfara, á Safnasvæðinu.

 


Í gær kom einnig í bæinn hópur fólks frá Qaqortoq, vinabæ Akraness á Grænlandi en þessir góðu gestir ætla að dveljast hér næstu dagana og kynna sér allt það sem Akranes og Vesturland hefur upp á að bjóða. 


 


Laugardaginn 22. júlí n.k. verður svo haldin skemmtun á Safnasvæðinu að Görðum á Akranesi þar þessir ágætu grænlensku gestir ætla að skemmta bæjarbúum og öðrum. Í hópnum eru listamenn á öllum aldri, m.a. kona á níræðisaldri sem leikur listavel á harmóniku og 10 ára stúlka sem leikur á fiðlu. Með í för er einnig ?Vilhelm Lynge? kórinn sem taka mun nokkur lög fyrir gesti og gangandi á Safnasvæðinu. Ástæða er því til að hvetja fólk til að mæta á Safnasvæðið á laugardaginn!


 


Ekki missa af þessum skemmtilega viðburði!


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00