Fara í efni  

Góðir gestir að austan

austfirðingar, þessi komu að vísu ekki í heimsóknStjórnendur Akraneskaupstaðar fengu í dag góða gesti þar sem í fylkingarbrjósti voru sveitarstjórnarmenn af Austurlandi; Fjarðarbyggð, Vopnafirði, Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði og austur héraði. Með þeim í för voru fulltrúar frá Fjárfestingarstofu orkusviðs Landsvirkjunar ásamt skrifstofustjóra iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Hópurinn var kominn á Akranes til að kynna sér málefni stóriðju á Grundartanga m.t.t. breytinga og þróunar byggðar samhliða uppbyggingunni þar. Áður hafði hópurinn heimsótt Ísal og Norðurál allt í þeim tilgangi að meta reynslu þessara aðila af sambærilegum verkefnum og bíða austfirðinga vegna væntanlegrar uppbyggingar Reyðaráls.


Rædd var aðkoma sveitarfélaga að uppbyggingunni á Grundartanga, samstarf þeirra sveitarfélaga sem eiga þar hlut að máli og farið yfir jákvæðar sem neikvæðar hliðar nábýlis við stóriðju af þessu tagi. Hlutverk Akraneskaupstaðar á fundinum var ekki síst að fræða gestina um hvernig íbúar á Akranesi upplifðu þróunina og nábýlið við stóriðjuna á Grundartanga.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00