Fara í efni  

Góð heimsókn frá Bamble vinabæ Akraness

Miðvikudaginn 25. febrúar komu 14 gestir frá Bamble sem er vinabær Akraness í Noregi. Um var ræða skólastjóra grunnskólanna, kennsluráðgjafa og aðra yfirmenn grunnskólamála auk framhaldsskólakennara. Markmið með heimsókninni var tvíþætt annars vegar sögðu gestirnir frá þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í þeim tilgangi að búa til samfellu í grunn- og framhaldsskólanámi og einnig vinnu með fjölgreindarhugtakið í samhengi við námsaðferðir nemenda.


 

Hins vegar fengu þau kynningu á skólastarfi á Akranesi og kynntu sér starfið í báðum grunnskólunum, FVA, Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi, samstarf grunnskóla og leikskóla, skipst var á skoðunum og upplýsingum um skólastarf á unglingastigi og sérfræðiþjónustu. Akraneskaupstaður bauð gestum til þorrablóts og á laugardeginum fór hópurinn um Borgarfjörð. Gestirnir voru ánægðir með heimsóknina og vakti helst athygli þeirra hve mikil áhersla er lögð á listsköpun í grunnskólunum og góð aðstaða til slíkrar kennslu. Skólafólki á Akranesi sem tók þátt í heimsókninni þótti fengur að fyrirlestrum gestanna og kveiktu þeir áhuga á að vinna áfram með þau mál sem voru til umræðu.  Vonir standa til að áframhald verði á samskiptum skólafólks milli vinabæjanna. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00