Fara í efni  

Góð ávöxtun Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar 2003

Samkvæmt ársreikningi Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar var hrein raunávöxtun sjóðsins á árinu 2003, 13,45% sem er verulegur bati frá árinu á undan þar sem hrein raunávöxtun var neikvæð um 3,9%.  Meðaltal raunávöxtunar síðustu fimm ára er 4,7%.
Heildarfjöldi lífeyrisþega á árinu var 173 sem er eilítil fjölgun frá árinu áður.  Fjöldi sjóðfélaga sem eiga réttindi í sjóðnum eru 907 talsins. Heildar lífeyrisskuldbindingar sjóðsins eru um 2,9 milljarðar króna samkvæmt tryggingarfræðilegri úttekt sjóðsins.  Eignir til greiðslu lífeyris eru 885 milljónir króna.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00